Egilsstaðir

Steinunn Ásmundsdóttir

Egilsstaðir

Kaupa Í körfu

Grunnskólabörn á Egilsstöðum leika lausum hala um víðan völl eins og jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Í bjartviðri síðustu daga hafa léttklæddir krakkar brunað um allan bæinn á hjólum sínum og má ekki á milli sjá hvor fara hraðar yfir, verkfallsbörnin eða gæsahópar í haustflugi á blárri himinfestingunni. Austurlandið allt er blátt áfram baðað í dýrðlegum haustlitum og það er ekki síst á Héraðinu sem ævintýralegt er að sjá hvernig skógur og móar vefjast í margradda litasinfóníu umhverfis Lagarfljótið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar