Árni Egilsson

Þorkell Þorkelsson

Árni Egilsson

Kaupa Í körfu

JAZZHÁTÍÐ í Reykjavík hófst í fyrradag og stendur hún fram á sunnudag. Í boði eru hin fjölbreytilegustu tónlistaratriði en hæst ber tónleika Van Morrisons í Laugardalshöll á laugardaginn. Þá ber líka að nefna rómönsku djasssveitina Rodriguez Brothers sem kemur hingað ásamt Einari Val Scheving trommuleikara og Wolfgang Muthspiel sem mun loka hátíðinni ásamt hinni fjölskrúðugu sveit Beefólk. Alla dagana er fjöldi viðburða um bæ allan og hinar ýmsu sveitir troða upp á hinum margvíslegustu stöðum. Í kvöld á Hótel Sögu verður sá merkisviðburður að þrír þungavigtarbassaleikarar leiða saman hesta sína. Fyrstan er að nefna Árna Egilsson sem hefur verið búsettur í Bandaríkjunum í nærri hálfa öld og er með virtustu leiguspilurum þar í landi en hefur líka sinnt kennslu og er þar að auki tónsmiður. Daninn Niels Henning Ørsted-Pedersen er einn þekktasti djassari Evrópu og talinn vera einn fremsti djassbassaleikari heims og hefur leikið inn á plötur goðsagna eins og Bills Evans, Oscars Petersons, Miles Davis, Chets Bakers og Stans Getz. Þriðji bassaleikarinn er Wayne Darling en hann kennir bassaleik við University of Fine Arts í Graz í Austurríki MYNDATEXTI: Árni Egilsson er einn af fremstu leiguspilurum Bandaríkjanna og mikilvirkt tónskáld meðfram því.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar