Árni Alfonsson
Kaupa Í körfu
Þegar dyrnar á skóla Árna Kristins Alfonssonar lokuðust fyrir tveimur vikum vegna kennaraverkfallsins var tilveru hans snúið á haus. Ólíkt og hjá öðrum ellefu ára guttum fór lítið fyrir tilhlökkun hjá honum vegna "frísins" framundan enda á hann erfitt með að átta sig á breytingum á borð við þær sem verkfallið hafði í för með sér. Í stað óbeislaðra leikja með skólafélögum og spennandi heimsókna í vinnuna til pabba og mömmu hefur líf hans einkennst af endalausum stundum framan við tölvuskjá og sjónvarp, skutli staða á milli og stöðugum óvæntum uppákomum. Og það er einmitt þetta óvænta sem Árni Kristinn á svo erfitt með að höndla. Árni Kristinn er heldur enginn venjulegur drengur. Hann hefur verið greindur með einhverfu, ofvirkni og þroskahömlun sem gerir það að verkum að hann er háður því að líf hans sé í röð og reglu. Undanfarnir dagar hafa því verið fjölskyldu Árna Kristins erfiðir og pabbi og mamma, sem heita Gerður Aagot Árnadóttir og Alfons Sigurður Kristinsson, hafa haft fá úrræði fyrir son sinn. MYNDATEXTI:16:18 Orðinn eitthvað súr og felur sig undir pullu. Fjóra daga í mánuði á Árni pláss í skammtímavistun á sambýli. Alla jafna fer hann þangað beint eftir skóla, gistir og mætir í skólann daginn eftir. Í verkfallinu sækja foreldrarnir hann hins vegar um kvöldmatarleytið því annars þarf að sækja hann í vistunina morguninn eftir. Daginn eftir að myndin var tekin var ákveðið að hafa vistunina opna allan daginn á meðan á verkfallinu stæði.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir