Bjálkahús undir Eyjafjöllum

Bjálkahús undir Eyjafjöllum

Kaupa Í körfu

Á LAMBAFELLI undir Austur-Eyjafjöllum er nú unnið við frágang á stóru og miklu bjálkahúsi sem reist var í sumar. Það er á tveimur hæðum og skiptist í einbýlishús og bílskúr sem tengd eru saman og er bjálkahúsið um 714 fermetrar að brúttóstærð. Bjálkarnir eru úr Douglas-greni, en það er hægvaxta tré og er stærsti bjálkinn um tuttugu metrar að lengd, 900 kíló að þyngd og þvermálið 14 tommur í annan en 16 tommur í hinn endann. Þessa dagana er unnið við að ganga frá þaki bjálkahúsanna. Lengi búið að vera draumur okkar Eigendur hússins eru Ólöf Pétursdóttir og Þorsteinn Njálsson, sem reka Hótel Edinborg á Lambafelli, sem þau hafa verið að stækka með smáhýsum kringum hótelið sjálft. MYNDATEXTI:Hér má sjá hversu gífurlega stórir bjálkarnir eru.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar