Gamla ríkið á Seyðisfirði

Steinunn Ásmundsdóttir

Gamla ríkið á Seyðisfirði

Kaupa Í körfu

Gamla ríkinu á Seyðisfirði var lokað á föstudag og stendur til að flytja áfengisafgreiðsluna í bensín- og söluskála í bænum. Bæjarbúar er margir hverjir heldur hnuggnir vegna þessa, enda verslunin búin að vera í sama húsinu að Hafnargötu 11 síðan árið 1960, en það var byggt 1917. Í húsinu var um árabil rekin krambúð Thorvalds Imsland og standa innréttingar hennar óbreyttar síðan, en þær komu upphaflega frá Mjóafirði. Jafnframt er ríkið, eða Vínbúðin á Seyðisfirði, eins og það heitir réttu nafni, eitt það síðasta í landinu sem afgreiðir varning yfir borðið og ekki um neina sjálfsafgreiðslu að ræða. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins opnaði fyrst áfengisútsölu á Seyðisfirði árið 1922.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar