Gamla ríkið á Seyðisfirði
Kaupa Í körfu
Gamla ríkinu á Seyðisfirði var lokað á föstudag og stendur til að flytja áfengisafgreiðsluna í bensín- og söluskála í bænum. Bæjarbúar er margir hverjir heldur hnuggnir vegna þessa, enda verslunin búin að vera í sama húsinu að Hafnargötu 11 síðan árið 1960, en það var byggt 1917. Í húsinu var um árabil rekin krambúð Thorvalds Imsland og standa innréttingar hennar óbreyttar síðan, en þær komu upphaflega frá Mjóafirði. Jafnframt er ríkið, eða Vínbúðin á Seyðisfirði, eins og það heitir réttu nafni, eitt það síðasta í landinu sem afgreiðir varning yfir borðið og ekki um neina sjálfsafgreiðslu að ræða. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins opnaði fyrst áfengisútsölu á Seyðisfirði árið 1922. MYNDATEXTI: Lokadagur í gömlu vínbúðinni Anna Karlsdóttir sótti sér rauðvínsflösku til Maríu Aðalsteinsdóttur og var ekki par ánægð með flutninginn.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir