Innlit í Öskjuhlíðarskóla

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Innlit í Öskjuhlíðarskóla

Kaupa Í körfu

Kennsla hófst að nýju í Öskjuhlíðarskóla í gær "Jú, það er gaman að koma aftur í skólann," sögðu fjórir nemendur í 2. bekk í Öskjuhlíðarskóla í kór við blaðamann Morgunblaðsins í gær, en þá mættu nemendur skólans aftur í fyrsta skipti frá því verkfall kennara hófst. Þau sögðu kennurunum frá því hvað þau gerðu um helgina og að sögn Jónínu Stefánsdóttur kennara var ekki að finna á börnunum að verkfallið hefði haft mikil áhrif á þau; þau lærðu og léku sér við félagana eins og ekkert hefði í skorist. MYNDATEXTI: Sindri, Katrín Anna, Viktoría Rán og Sandra Björt í 2. bekk Öskjuhlíðarskóla sögðu kennurum sínum frá viðburðum síðustu helgar og klöppuðu fyrir hvort öðru að því loknu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar