Alþingishús

Sverrir Vilhelmsson

Alþingishús

Kaupa Í körfu

Það er litið aftur til fortíðar við endurbætur sem gerðar hafa verið á Alþingishúsinu í sumar. Ljósakrónur sem Þjóðmenningarhús hafði fengið að láni hafa verið hengdar aftur upp í þingsalnum eftir áratuga fjarveru, teppum flett af gólfum og upprunalegu gólfborðunum leyft að njóta sín á nýjan leik. Þá voru bæði 1. og 2. hæð þinghússins málaðar í upprunalegum litum. Eikarparket var lagt á önnur gólf, t.d. í Kringlunni og miklar lagfæringar, sem margar hverjar voru ófyrirsjáanlegar, voru gerðar á lögnum hússins. MYNDATEXTI: Skrifstofa forseta Alþingis fékk einnig andlitslyftingu við endurbæturnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar