Kristinn Konráðsson og Jóhannes Arelakis
Kaupa Í körfu
ÞEIR félagar Kristinn Konráðsson og Jóhannes Arelakis, voru kampakátir á bryggjunni á Siglufirði um daginn, enda ærin ástæða til; sumarblíða og góð aflabrögð hjá bátum sem þaðan róa. Jóhannes fékk fallega ýsu og rauðsprettu í soðið hjá Kristni Konráðssyni, sem allir í bænum þekkja betur sem Kidda Konn, og er greinilegt að Jóhannes er mjög ánægður með að fá í fisk í soðið. Hann er af grískum ættum en hefur búið á Íslandi í 24 ár, kvæntur íslenzkri konu. Hann segir að Siglufjörður sé paradís á jörðu og hann vilji hvergi annars staðar búa. Þar talar hann af reynslu því á sínum yngri árum sigldi hann til 57 landa á millilandaskipum, og að hans sögn var þetta ást við fyrstu sýn er hann kom að landi á Siglufirði og ákvað strax að þar vildi hann verja ævi sinni.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir