Haust á Akureyri

Skapti Hallgrímsson

Haust á Akureyri

Kaupa Í körfu

Haust Haustið hefur minnt á mátt sinn og megin á ýmsan hátt að undanförnu. Tré og runnar skrýðast sínum litfegursta búningi því til heiðurs þar til vindurinn tekur við þeim og feykir þeim um götur og garða uns þau safnast saman þar sem skjól finnst, eins og hér sést dæmi um á Þingvallastræti á Akureyri. "Aspirnar standa' allar ennþá svo skínandi gular, / æðrulausar og skynja í ró að það kular," segir í Venjulegu haustljóði eftir Gísla Jónsson menntaskólakennara. En það kemur aftur vor og Gísli bætir við: "Brátt fæst sú hvíld sem þeim náttúran leyfir að neyta / og næsta vor skulu þær laufhaddi grænum sig skreyta."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar