Alþingi 2004 - fjölmiðlafrumvarpið

Alþingi 2004 - fjölmiðlafrumvarpið

Kaupa Í körfu

PÉTUR H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um að embætti forseta Íslands verði lagt niður. "Frumvarpið er lagt fram til þess að fá fram ítarlega umræðu í þinginu og meðal þjóðarinnar um tilgang og hlutverk forsetaembættisins, en þess er ekki vænst að það fái lokaafgreiðslu á þinginu," segir þingmaðurinn m.a. í greinargerð frumvarpsins, en efni þess felur í sér breytingar á stjórnarskránni. Í frumvarpinu er lagt til að lögin, verði þau samþykkt, taki að fullu gildi þegar kjörtímabili sitjandi forseta lýkur "enda er því ekki stefnt gegn þeim persónum sem með prýði hafa sinnt og sinna þessu háa embætti frá stofnun lýðveldisins", að því er segir í greinargerð. MYNDATEXTI: Pétur H. Blöndal

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar