Kvennaskákmót

Sverrir Vilhelmsson

Kvennaskákmót

Kaupa Í körfu

Konur og stúlkur á öllum aldri lögðu leið sína í Ráðhús Reykjavíkur í gær í þeim tilgangi að taka þátt í Kvennaskákmóti sem Skáksamband Íslands efndi til. Heiðrún Anna Hauksdóttir, sem hér sést tefla við Júlíu Rós Hafþórsdóttur, var meðal yngstu keppenda á mótinu, en Heiðrún er ekki nema þriggja ára gömul. Litla hnátan var samt ekki alveg á því að virða þær leikreglur sem að jafnaði eru hafðar í heiðri í skáklistinni því þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði var hún nýbúin að hnupla einum leikmanni andstæðings síns upp úr þurru og sýndi því engan áhuga að skila honum þrátt fyrir beiðni mótherjans. Heiðrún er ein þeirra sem eru þessa dagana að læra að tefla.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar