Lilja Jónasdóttir

Lilja Jónasdóttir

Kaupa Í körfu

Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenskum sjómanni í vil gegn ríkinu Bætur voru taldar skertar með lagabreytingu ÍSLENSKA ríkinu var ekki heimilt að svipta fyrrverandi íslenskan sjómann, Kjartan Ásmundsson, bótalaust áunnum lífeyrisréttindum. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í dómi sem birtur var í gær. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ríkið hefði brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi eignarréttarins. Voru Kjartani dæmdar bætur að fjárhæð 75 þúsund evrur (tæpar 6,6 milljónir kr.) vegna fjárhagstjóns, 1.500 evrur (131 þúsund kr.) í miskabætur auk þeirra skatta sem kunna að leggjast á bótafjárhæðina. Einnig voru honum dæmdar 20 þúsund evrur (um 1,75 milljónir) í málskostnað. Hann hafði farið fram á rúmar 39 milljónir króna, þar af 26,8 vegna vaxta. "Dómur Mannréttindadómstólsins er mikill sigur fyrir málstað Kjartans," sagði Lilja Jónasdóttir, hæstaréttarlögmaður hjá LEX lögmannsstofu, sem flutti mál Kjartans. "Með dóminum er loksins viðurkennt, eftir tíu ára baráttu, að ríkinu hafi ekki verið heimilt að svipta hann lífeyrisréttindum bótalaust."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar