Mývatnssveit

Birkir Fanndal

Mývatnssveit

Kaupa Í körfu

Búast má við hörðum vetri ef eitthvað er að marka gömlu þjóðtrúna um að mýsnar fái fréttir af veðri fyrr en aðrir. Þær grafi holur sínar þar sem skjólsælast verður. Þessar þrjár holur sunnan í rofabarði nærri Jarðbaðshólum í Mývatnssveit benda til norðanáttar og kulda. Dreif af lúsamulningum er við holurnar en stutt er þar í eldrauð, bústin berin á sortulynginu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar