15 ára afmæli Hjallatúns í Vík

Jónas Erlendsson

15 ára afmæli Hjallatúns í Vík

Kaupa Í körfu

Heimilisfólk á Dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík er ánægt með sólpall sem smíðaður hefur verið við heimilið. Pallurinn var smíðaður af starfsmönnum Mýrdalshrepps, Gunnari Braga Jónssyni og Ólafi Þórðarsyni, og afhenti Guðlaug Guðmundsdóttir forstöðumaður þeim gjöf frá heimilisfólki. Pallurinn var vígður í kaffisamsæti sem haldið var í tilefni af því að heimilið verður fimmtán ára á þessu ári og þar kom saman heimilisfólk, starfsfólk og ýmsir gestir. Fulltrúi Kvenfélags Hvammshrepps afhenti heimilinu borð og stóla til að nota á sólpallinum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar