Alþingi 2004

Sverrir Vilhelmsson

Alþingi 2004

Kaupa Í körfu

"Félag heyrnarlausra fagnar ákvörðun menntamálaráðherra innilega og lítur á þetta sem tímamótaskref í sögu heyrnarlausra. Það á eftir að minnast þessa dags lengi," sagði Hafdís Gísladóttir, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, í samtali við Morgunblaðið, en Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra tilkynnti í umræðu utan dagskrár á Alþingi í gær að ríkisstjórnin hefði fyrr um morguninn samþykkt tillögu sína um að hækka framlag til Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, vegna túlkaþjónustu, um tvær milljónir á þessu ári.... Þingmenn úr öllum flokkum fögnuðu ákvörðun ráðherra og Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem var málshefjandi fagnaði því að óvissu í túlkaþjónustu hefði nú verið eytt. Að umræðu lokinni féllust Þorgerður og Rannveig í faðma.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar