Fiskmarkaður í Siglufirði

Alfons Finnsson

Fiskmarkaður í Siglufirði

Kaupa Í körfu

Fiskmarkaður Siglufjarðar tekinn til starfa ásamt slægingarþjónustu FISKMARKAÐUR Siglufjarðar hóf starfsemi í þessari viku, en í tengslum við hann er einnig boðið upp á slægingu og ýmsa aðra þá þjónustu sem menn kunna að óska. Það eru fimm aðilar, sem standa að stofnun og rekstri markaðsins, en markmiðið með honum er að efla heimabyggðina. Þessir aðilar eru Þormóður rammi-Sæberg, Norðurfragt í Siglufirði, Guðrún María fiskverkun, Fiskmarkaður Suðurnesja og Steingrímur Hákonarson. Fastur starfsmaður með honum er Hafþór Kolbeinsson, en starfsmannafjöldi fer annars eftir umsvifum MYNDATEXTI: Fiskmarkaður Uppboðsmarkaður fyrir fisk hefur tekið til starfa í Siglufirði og eru þeir Hafþór Kolbeinsson og Steingrímur Hákonarson hæstráðendur þar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar