Bruni í Þjóðleikhúsinu

Sverrir Vilhelmsson

Bruni í Þjóðleikhúsinu

Kaupa Í körfu

EDITH Piaf, þ.e.a.s. Brynhildur Guðjónsdóttir, lét ekki slá sig út af laginu heldur hélt skemmtuninni áfram á tröppum Þjóðleikhússins eftir að húsið var rýmt í gærkvöldi í kjölfar þess að eldur kviknaði í feitipotti í Þjóðleikhúskjallaranum. Um 600 manns voru í húsinu þegar brunavarnarkerfi þess fór í gang og urðu sumir gestirnir nokkuð skelkaðir við það. Allt fór þó vel og tjón lítið í húsinu. Mikil stemning var á tröppunum þegar leikarar og hljóðfæraleikarar héldu uppi fjörinu þangað til sýningar hófust að nýju.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar