KR - ÍS 43:68

KR - ÍS 43:68

Kaupa Í körfu

Stúdínur unnu öruggan sigur, 68:43, þegar þær sóttu slakar KR-stúlkur heim í DHL-höllina á laugardaginn í fyrstu deild kvenna í körfuknattleik. Ljóst var strax af fyrstu mínútunum hvernig færi en KR-liðið gerði aðeins sex stig í fyrsta leikhluta - á móti nítján ÍS-stúlkna. Stúdínur hafa unnið báða leiki sína til þessa og eru til alls líklegar í vetur en KR hefur tapað báðum leikjum sínum og greinilegt að breytinga er þörf. MYNDATEXTI: ÍS, Íþróttafélag stúdenta, vann KR 68:43 í körfuknattleik kvenna á laugardag en leikið var í DHL-höll þeirra KR-inga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar