Feðgar

Kristján Kristjánsson

Feðgar

Kaupa Í körfu

NEMENDUR í grunnskólum landsins hafa haft frekar lítið fyrir stafni í verkfalli kennara undanfarnar vikur. Hann Gestur Kristján var þó að aðstoða föður sinn Jón Gestsson við vinnu sína í Fiskihöfninni á Akureyri í gær. Jón er með fyrirtækið JL-suðuplast á Hauganesi og þeir feðgar voru að plötusjóða plaströr í nýjar þorskkvíar fyrir Brim hf. "Það er ágætt að nota tímann til að kenna stráknum, svo hann geti þá tekið við í framtíðinni," sagði Jón og ekki var annað að sjá en Gestur væri bara nokkuð efnilegur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar