Bílvelta á Laxamýrarleiti

Atli Vigfússon

Bílvelta á Laxamýrarleiti

Kaupa Í körfu

Ökumaður bíls var fluttur á slysadeild á Húsavík eftir bílveltu sunnan í Laxamýrarleiti rétt vestan Húsavíkur síðdegis í gær. Hann meiddist í baki en fékk að fara heim að lokinni skoðun. Krapi var á veginum þegar óhappið varð og missti ökumaðurinn stjórn á bíl sínum sem rann niður vegkant og valt á þakið. Ökumaður var í bílbelti og bíllinn skemmdist ekki mikið að sögn lögreglunnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar