Bókasafn Háskólans á Akureyri
Kaupa Í körfu
Tvö hundruð ár eru liðin frá láti þýska heimspekingsins Immanuels Kants og sá Félag áhugafólks um heimspeki á Akureyri ástæðu til að minnast dánarafmælisins með því að færa Háskólanum á Akureyri vísindaútgáfu á verkum hans, frá aldamótunum 1900, að gjöf. Útgáfan er grundvöllur allrar fræðilegrar umfjöllunar um Kant allt fram á þennan dag. Gefendur vona að þetta verði hvati til enn frekari heimspekikennslu og fræðistarfa við Háskólann, en nú er heimspeki kennd í ýmsum deildum hans, þar á meðal er í siðfræðinámskeiðum fjallað um kenningar og hugtök sem upprunnin eru í verkum Kants auk þess sem þýski heimspekingurinn skipar verðugan sess í þeirri hugmyndasögu sem kennd er við háskólann. MYNDATEXTI: Gjöfin afhent Þórgnýr Dýrfjörð, t.h., og Jón Hlöðver Áskelsson afhentu fulltrúum HA gjöfina en með þeim á myndinni eru Þorsteinn Gunnarsson, Mikael M. Karlsson og Sigrún Björnsdóttir.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir