Á Reykjavíkurtjörn

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Á Reykjavíkurtjörn

Kaupa Í körfu

UM LEIÐ og ís leggst yfir Tjörnina í Reykjavík þyrpast borgarbúar út á svellið og renna sér fótskriðu. Margir nota líka tækifærið, sækja skautana heim og eyða degi eða svo á Tjörninni, innan um gæsir og annað fiðurfé sem þar hefur vetursetu. Í logni en köldu veðri brugðu þessir unglingspiltar á leik á Tjörninni og virðast vera að reyna styrk íssins sem gæti allt eins hafa horfið með morgninum enda spáð hlýnandi veðri og suðlægum áttum á næstu dögum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar