Á línuskautum á Ægissíðunni

Á línuskautum á Ægissíðunni

Kaupa Í körfu

Þó vissulega sé leiðinlegt fyrir grunnskólabörnin að geta ekki stundað nám sitt er það þó bót í máli að þau þurfa ekki að húka inni sökum rigningar og slagviðris. Veðrið hefur verið milt undanfarið þrátt fyrir kulda. Þessir ungu piltar gjörnýttu sér þá staðreynd og þustu inn Ægissíðuna í æsilegri eftirför á eftir hjólandi vini sínum með samhæfðar hreyfingar eins og skæðustu ólympíuskautarar. Þó fóru þeir ekki hraðar en svo að ljósop myndavélarinnar náði að grípa augnablikið þegar þeir þutu hjá í síðdegisbirtunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar