Cynthia Liisa Jeans og Guðný Björk

Þorkell Þorkelsson

Cynthia Liisa Jeans og Guðný Björk

Kaupa Í körfu

EF VIÐ reynum að nálgast börnin á þeirra forsendum og notum aðferðir og leiðir sem henta þeim þá komumst við að því að þau hafa skoðanir á hlutunum og geta tjáð þær ef þau fá tækifæri til þess á sinn hátt. Börn eiga rétt á að segja álit sitt á málefnum er þau varða og okkur ber því raunverulega skylda til að finna aðferðir sem henta börnunum til að leita eftir skoðunum þeirra. Þetta er mat Jóhönnu Einarsdóttur, dósents í menntunarfræði við Kennaraháskóla Íslands, en hún mun í dag flytja erindi er nefnist "Við lærum mannasiði í leikskólanum. Mat fimm ára barna á leikskólastarfi" á málþingi um börn og unglinga sem fram fer í Háskóla Íslands í dag. MYNDATEXTI: Cynthia Liisa Jeans, félagsráðgjafi og MA-nemi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, og Guðný Björk Eydal, félagsráðgjafi og lektor í félagsráðgjöf við HÍ, beina sjónum sínum að fátækt barna í velferðarríkjum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar