Ísak Ríkharðsson æfir í Hallgrímskirkju

Ísak Ríkharðsson æfir í Hallgrímskirkju

Kaupa Í körfu

MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju flytur sálumessur eftir Frakkana Gabriel Fauré og Maurice Duruflé á tónleikum á allra heilagra messu, kl. 20 í kvöld í Hallgrímskirkju, en tónleikarnir eru liður í dagskrá Listvinafélags Hallgrímskirkju. Þessi víðfrægu requiem verða flutt við kertaljós og undirleik hins glæsilega Klaisorgels kirkjunnar. Allra heilagra messa (1. nóvember) er haldin hátíðleg í íslenskum kirkjum á fyrsta sunnudegi í nóvember og er látinna minnst á þessum degi. Löng hefð er fyrir því víða um lönd að flytja sálumessur á allra heilagra messu og eru tónleikarnir í Hallgrímskirkju viðleitni til að auka áhuga á þeim góða sið hér á landi. ......... Einsöngvarar með Mótettukórnum á tónleikunum verða þrír: hinn ellefu ára gamli drengjasópran Ísak Ríkharðsson, Sesselja Kristjánsdóttir messósópran, sem syngur nú í fyrsta sinn með Mótettukórnum, og Magnús Baldvinsson bassi, sem kemur sérstaklega frá Þýskalandi til að syngja með kórnum sem hann hóf söngferil sinn með. Inga Rós Ingólfsdóttir leikur á selló og sænski orgelvirtúósinn Mattias Wager leikur á Klaisorgelið. Stjórnandi er Hörður Áskelsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar