Helgi Björnsson

Ragnar Axelsson

Helgi Björnsson

Kaupa Í körfu

KÖTLUHLAUP eru stærstu vatnsflóð sem verða á jörðinni nú á tímum, að sögn dr. Helga Björnssonar, jöklafræðings og rannsóknaprófessors við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Er talið að hlaupið sem fylgdi Kötlugosinu 1918 hafi verið allt að því 300 þúsund rúmmetrar á sekúndu og í öðrum gosum jafnvel allt að einni milljón rúmmetra á sekúndu. Mýrdalsjökull er talsvert minni nú en hann var þegar Katla gaus 1918. Helgi segir þó ómögulegt að spá fyrir um stærð jökulhlaups ef Katla gýs á næstu árum. Þótt jökullinn hafi hopað ráði einnig miklu um stærð hlaups hvar gosið brýst upp og hve mikið það verður. Á myndinni er Helgi Björnsson við Austmannsbungu á Mýrdalsjökli. Rannsóknir Helga og fleiri vísindamanna staðfestu að undir jöklinum er askja, tvöfalt stærri að flatarmáli en þéttbýli Reykjavíkur

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar