Helgi Björnsson

Ragnar Axelsson

Helgi Björnsson

Kaupa Í körfu

Mestu vatnsflóð á jörðinni KÖTLUHLAUP eru mestu vatnsflóð sem verða á jörðinni nú á tímum, að sögn dr. Helga Björnssonar, jöklafræðings og rannsóknaprófessors hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Kötluhlaup eru mæld í hundruðum þúsunda rúmmetra á sekúndu (m3/s), og hefur verið talið að jökulhlaupið 1918 hafi verið allt að því 300 þúsund m3/s og í öðrum gosum jafnvel ein milljón m3/s. Þessar tölur eru áætlaðar út frá farvegum, flóðförum og því afli sem þarf til að flytja björg og kletta um langan veg. Til samanburðar má nefna að stærstu Skeiðarárhlaup eru talin verða um 50 þúsund m3/s. MYNDATEXTI: Helgi Björnsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar