Þórólfur Árnason

Sverrir Vilhelmsson

Þórólfur Árnason

Kaupa Í körfu

Þórólfur Árnason borgarstjóri sagði af sér sem borgarstjóri í Reykjavík í gær. Sagðist hann hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu ásamt borgarfulltrúum Reykjavíkurlistans um að láta af störfum 30. nóvember. Þórólfur tilkynnti afsögn sína á blaðamannafundi og sagðist frá upphafi hafa komið hreint fram varðandi störf sín fyrir Olíufélagið hf. "Ég hef unnið eftir fremsta megni að því að upplýsa þessi mál. Ég tel ekkert nýtt hafa komið fram sem breytir mati á mínum hlut eða ábyrgð frá því að frumskýrsla Samkeppnisstofnunar komst í hámæli fyrir rúmu ári. Málið er hins vegar allt meira að vöxtum en nokkurn hefði órað fyrir," sagði Þórólfur. MYNDATEXTI: Þórólfur Árnason gengur út úr Höfða á sjöunda tímanum í gær eftir að hafa tilkynnt afsögn sína sem borgarstjóri í Reykjavík á blaðamannafundi. Þórólfur hættir störfum sem borgarstjóri formlega 30. nóvember. Hann hefur verið borgarstjóri í tæp tvö ár.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar