Gallerí 49

Gallerí 49

Kaupa Í körfu

Fjórar listakonur kraftmiklar opnuðu um síðustu helgi nýtt gallerí við Hringbrautina í Reykjavík sem heitir Gallerí 49 og dregur nafn sitt af götunúmerinu. Þetta eru þær Erna Guðmarsdóttir, Alda Ármanna Sveinsdóttir, Kristín Arngrímsdóttir og Kristjana F. Arndal. Í Galleríi 49 eru til sölu fjölbreytt verk eftir þær allar, olíumálverk, grafíkverk, myndir málaðar á silki, vatnslitamyndir, teikningar, kort með ljóðum og fleira. MYNDATEXTI: Hressar í rokinu framan við nýja galleríið sitt í gömlu sjoppunni: F.v. Alda, Kristjana, Erna með Ernu ömmustelpu og Kristín.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar