Jöklaveröld

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Jöklaveröld

Kaupa Í körfu

Mælingar á undirlagi Vatnajökuls suðaustanverðum ríma vel við sögur í byggðinni sunnan Vatnajökuls. Á fyrstu öldum eftir landnám náðu jöklar ekki niður á láglendi, en við kólnandi loftslag eftir 1300 tóku jöklar að vaxa og skríða niður frá hálendinu. Þar sem Hoffellsjökullinn hvílir nú riðu forfeður okkar rennisléttan og gróinn Hoffellssand til Nýju-Núpa. Frá þessu segir bókin Jöklaveröld, en hún er ekki einasta frásögn um það, hvernig landið leit út, þegar landnámsmenn komu fyrst fyrir meira en 1100 árum, heldur fjallar hún um náttúru og mannlíf allar götur síðan og þær gríðarmiklu breytingar, sem hafa orðið á útliti byggðarinnar í Austur-Skaftafellssýslu. Ritstjórn bókarinnar skipa Helgi Björnsson, formaður, Egill Jónsson og Sveinn Runólfsson. MYNDATEXTI: Jöklaveröld er ekki bara jöklafræði, heldur þverfaglegt verk um náttúru og mannlíf á landræmunni milli sjávar og jökla í Austur-Skaftafellssýslu. Ritnefndin; Helgi Björnsson, Egill Jónsson og Sveinn Runólfsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar