Minnismerki um Daniel Willard Fiske
Kaupa Í körfu
GRÍMSEY skartaði fannhvítum sparikjól þegar eyjarbúar söfnuðust saman á Fiskepallinum á afmælisdegi velgjörðamannsins dr. Daníels Willard Fiske og tendruðu ljós í hans minningu. Þann 17. september sl. voru liðin 100 ár frá andláti þessa mikla Grímseyjar- og Íslandsvinar. Spor Fiske í lífi eyjarbúa eru sterk enn í dag og 11.11. ár hvert er hátíð sem hefst við minnismerkið ofan við höfnina sem Gunnar Árnason myndhöggvari vann og Kiwanisklúbburinn Grímur gaf á 20 ára afmæli klúbbsins. Þar trónir skúta, tákn skipsins Díönu sem sigldi með Fiske um Grímseyjarsund árið 1879. Fiske kom auga á útvörðinn í norðri og spurði hvort einhver byggi þarna. Honum var sagt að þar væri dugnaðarfólk og leiknir skákmenn. Þar með var áhugi Fiske á eyjunni kveiktur - hann tók Grímsey og Grímseyinga í fangið og umvafði á allan hátt til dauðadags 1904. Í kringum aldamótaárið 1900 gaf hann Grímseyingum þá stærstu peningagjöf sem nokkur útlendingur hefur fært Íslendingum 12.000 dali, á núvirði um 25.000.000 íslenskra króna, til að reisa skólahús - stofna bókasafn og styðja við bætt mannlíf. Stjórn Kiwaniskbúbbsins Gríms við minnismerki dr. Daníels Willard Fiske, frá vinstri til hægri: Sigfús Jóhannesson, Sæmundur Ólason, Jóhannes Gísli Henningsson og Bjarni Magnússon
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir