Tríó Reykjavíkur og Jórunn Viðar
Kaupa Í körfu
Tríó Reykjavíkur leikur á tónleikum í Hafnarborg, menningar og listastofnun Hafnarfjarðar í kvöld kl. 20, en þeir bera yfirskriftina: Klassík við kertaljós. Verða þar leikin nokkur sígild verk frá klassíska tímabilinu, þar á meðal Sónata fyrir píanótríó eftir Franz Schubert, sem hann samdi aðeins 15 ára gamall, tvö verk eftir Ludwig v. Beethoven og tríó í E-dúr KV 542 eftir Mozart. Einnig verður flutt íslensk svíta eftir Jórunni Viðar, sem afar sjaldan hefur heyrst á tónleikum. Verkið var samið árið 1974 í tilefni hátíðahaldanna og frumflutt í útvarpi. Í svítunni kemur einnig fram hið kunna þjóðlag "Hættu að gráta Mangi minn", sem er nokkurs konar stemma og vel viðeigandi nú í skammdeginu við kertaljós. MYNDATEXTI: Tríó Reykjavíkur við æfingar ásamt tónskáldinu Jórunni Viðar á fimmtudagsmorgun.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir