Edduverðlaunin 2004

Jim Smart

Edduverðlaunin 2004

Kaupa Í körfu

KALDALJÓS kom, sá og sigraði á Edduhátíðinni í gær og fékk fimm verðlaun. Myndin var útnefnd besta myndin auk þess sem Ingvar E. Sigurðsson fékk verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki, Kristbjörg Kjeld fyrir besta leik í aukahlutverki, Hilmar Oddsson fyrir leikstjórn og myndin fékk einnig verðlaun fyrir flokkinn Hljóð og mynd. Ómar Ragnarsson var valinn sjónvarpsmaður ársins, Spaugstofan var valin skemmtiþáttur ársins og Sjálfstætt fólk var sjónvarpsþáttur ársins. Mikið var um dýrðir eins og endranær á Eddunni og umgjörð hátíðarinnar öll hin glæsilegasta en hátíðin fór fram á Nordica hóteli. Kristján Kristjánsson og Helga Braga Jónsdóttir voru kynnar kvöldsins. MYNDATEXTI:Kristján Kristjánsson og Helga Braga voru kynnar kvöldsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar