Aðstoð í boði

Jim Smart

Aðstoð í boði

Kaupa Í körfu

ÞAÐ ER mikið verk að flytja búslóðir á milli staða. Oftar en ekki er hóað í vini og ættingja og allir koma og hjálpa til við að pakka, bera út og síðan aftur inn á nýja staðinn. Síðan þarf oftast að þrífa húsnæðið sem flutt er úr. Þetta er oft mikil vinna og fyrirhöfn, sem bætist ofan á álagið sem fylgir búferlaflutningunum sjálfum. Margir taka meira að segja svo djúpt í árinni að segja að það séu búslóðaflutningarnir sjálfir sem letji þá til að skipta um húsnæði, fremur en húsnæðisskiptin sjálf. En það eru ýmsir kostir í stöðunni fyrir þá sem vilja auðvelda sér þennan þátt húsnæðisskiptanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar