William J. Clinton safnið opnað í Arkansas

Einar Falur Ingólfsson

William J. Clinton safnið opnað í Arkansas

Kaupa Í körfu

Safn um lífsstarf og hugsjónir Opnun Clinton-safnsins í gær hefur í fjölmiðlum verið sögð einn af merkustu viðburðunum í sögu Arkansas. Gríðarlegt úrhelli setti svip á þriggja tíma hátíðarhöld við vígslu Clinton-safnsins í Little Rock í gær. Gestirnir, sem voru hátt í 30.000, sátu undir marglitum regnhlífum eða klæddir regngöllum, og fylgdust með dagskránni. Íbúar Arkansas, sem Clinton þjónaði lengi sem ríkisstjóri, fjölmenntu að glæsilegum safnabyggingunum við Arkansas ána, auk þingmanna, ráðherra, erlendra ráðamanna og sendiherra, fjölmiðlafólks, frægra leikara og tónlistarmanna. MYNDATEXTI: Fjórir Bandaríkjaforsetar voru við vígsluna, George Bush, Jimmy Carter, Bill Clinton og George W. Bush.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar