Gísli Marteinn og stjörnurnar

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Gísli Marteinn og stjörnurnar

Kaupa Í körfu

SÖNGVARINN heimsfrægi Harry Belafonte verður sérstakur heiðursgestur hjá Gísla Marteini í kvöld. Fleiri heimsfrægir söngvarar koma við sögu í þættinum því Kristján Jóhannsson verður í viðtali og talar um nýju plötuna sína. Jóhann bróðir hans Jóhannsson, bóndi og tenór, gefur einnig út plötu fyrir jólin og ræðir um hana. Þá afhjúpar Birgitta Haukdal Birgittu-dúkkuna sem sagt var frá í Morgunblaðinu að væri væntanleg og talar um nýja barnaplötu sem hún gefur út á næstunni. Hljómsveit þáttarins verður svo Jagúar og allir taka lagið; spurning bara hvort Belafonte taki undir með Jagúar þegar þeir flytja "Day-O" og "Banana Boot Song".

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar