Helgi Njálsson - Ralph Lauren

Helgi Njálsson - Ralph Lauren

Kaupa Í körfu

Ég hef alltaf haft ákveðna sýn. Ég vildi þróa gæðavörur ólíkar þeim sem fyrir voru og skapa heilan heim í kringum vörurnar. Þetta þýddi að ég þurfti að taka áhættu, fylgja tilfinningunni, en missa aldrei sjónar á sannfæringu minni og sýninni." Með þessum orðum útskýrir tískuhönnuðurinn Ralph Lauren heimspekina sem liggur að baki Polo Ralph Lauren-tískuveldinu, sem hann lagði grunninn að fyrir rúmum fjórum áratugum með skýra sýn að leiðarljósi; að skapa eftirsóknarverðan og fágaðan lífsstíl. Ralph Lauren hefur löngum þótt fylginn sér og þrátt fyrir miklar tískusveiflur hefur hann haldið þeirri sýn sem hann lagði upp með frá byrjun og selt klassískar og vandaðar vörur unnar úr bestu fáanlegum hráefnum. Undir merkjum Ralphs Laurens fæst nú fatnaður sem og fylgihlutir á alla aldurshópa, ilmvötn, húsgögn, málverk og smávörur fyrir heimilið svo eitthvað sé nefnt. Ralph Lauren-vörulínan fæst um allan heim og eru nú 350 Ralph Lauren-verslanir í m.a. New York, London, París, Tókýó og Buenos Aires. Nafngift fyrstu línunnar, Polo Fashion, gaf hugmynd um frekari útrás fyrirtækisins utan Bandaríkjanna. Nafnið er dregið af pólóíþróttinni sem breiddist út um heiminn fyrir tilstilli breskra nýlenduherra á Indlandi. Það kom því fáum á óvart þegar Ralph Lauren tilkynnti fyrir rúmum tveimur áratugum að hann hygðist opna verslun í Evrópu, nánar tiltekið í London. Verslanir Ralphs Laurens hafa farið sigurför um heiminn og hefur nú verslun með vörum frá Ralph Lauren verið opnuð hér á landi í Smáralind. MYNDATEXTI: Helgi Njálsson er einn eigenda nýrrar verslunar með fatnað frá Ralph Lauren í Smáralind

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar