Hvuttasýning í Reiðhöll Gusts

Hvuttasýning í Reiðhöll Gusts

Kaupa Í körfu

Mikill fjöldi fólks lagði leið sína á sýninguna Hvuttadaga í Reiðhöll Gusts um helgina, en þar mátti líta um þrjátíu ólíkar hundategundir, þjónustu og vörur fyrir hunda og alls kyns skemmti- og sýningaratriði. Hún Snædís Björk Guðmundsdóttir var ansi hrifin af Chihuahua-hundinum sem heilsaði henni á sýningunni. Ekki var annað að sjá en að hvutti væri sér nokkuð meðvitandi um tískuna. Klæddist hann smekklegri en um leið notadrjúgri bleikri peysu, enda var allnokkur kuldi í loftinu um helgina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar