Norræna Húsið

Jim Smart

Norræna Húsið

Kaupa Í körfu

Hefð hefur skapast fyrir svonefndum Háskólatónleikum í Norræna húsinu í hádeginu á miðvikudögum, þar sem nemendum og öðru starfsfólki háskólans býðst að hressa andann. Á morgun kl. 12.30 munu þau Guðríður St. Sigurðardóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir og Sigurgeir Agnarsson leika fyrir gesti Norræna hússins tríó fyrir píanó, víólu og selló í a-moll eftir Johannes Brahms. Tríóið var við æfingar í sal Norræna hússins þegar ljósmyndara bar að garði og gaf hljómurinn til kynna að góðs væri að vænta.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar