Leikskólabörn heimsækja bakaríið Kornið

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Leikskólabörn heimsækja bakaríið Kornið

Kaupa Í körfu

Krakkarnir af leikskólanum Álfaheiði í Kópavogi gerðu sér ferð til Reykjavíkur í vikunni, en í bakaríinu og kaffihúsinu Korninu í Borgartúni hafa myndir sem börnin máluðu verið límdar á öll borð á staðnum. Krakkarnir máluðu myndir í þessum tilgangi áður en kaffihúsið var opnað sl. sumar, og nú fengu þau laun erfiðisins þegar þeim var boðið upp á súkkulaðiköku og kleinur. Auk myndanna voru lítil ljóð eftir krakkana límd á borðin, og eiga gestir á kaffihúsinu eflaust eftir að njóta þessara skemmtilegu listaverka eftir krakkana.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar