Þú getur líka lent á netinu

Þú getur líka lent á netinu

Kaupa Í körfu

"ÞÚ getur líka lent í Netinu!" er yfirskrift veggspjalds sem var afhent í Hagaskóla í gær en veggspjaldið var hannað í kjölfar opinnar umræðu um einelti og ærumeiðingar á Netinu. Að veggspjaldinu stóðu þrjár stúlkur, sem voru í 10. bekk Hagaskóla í fyrra. Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, leitaði til stúlknanna um gerð veggspjalds sem tengt væri ofangreindu efni, en á veggspjaldinu er að finna reglur, siðaboðskap, sem stúlkurnar telja að eigi að gilda í samskiptum ungs fólks á Netinu. Sunna Örlygsdóttir hannaði veggspjaldið en Ásgerður Snævarr og Dóra Sif Ingadóttir sáu um texta. MYNDATEXTI: Áróra Árnadóttir, formaður nemendaráðs Hagaskóla, Sunna Örlygsdóttir, hönnuður veggspjaldsins, Dóra Sif Ingadóttir og Ásgerður Snævarr textahöfundar og Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar