Ragnar Axelsson

Ragnar Axelsson

Kaupa Í körfu

Ég heyri alveg, þegar Raxi nálgast mig; hann er með hláturinn í farangrinum og getur ekki stillt sig um að lauma einhverju að samstarfsmönnum okkar; einhverju krassandi. Þetta er eins og að standa í fjörunni og finna ölduna færast nær. Ragnar Axelsson ljósmyndari, Rax eins og hann merkir myndirnar sínar, eða Raxi eins og hann er kallaður, er stöðugt á ferð og flugi með ljósmyndavélina á lofti. Hann ekur á ákveðinn stað, tekur þar fram flugvélina sína og flýgur á vit ævintýranna. Þau ævintýri sjá lesendur Morgunblaðsins síðan á síðum blaðsins. MYNDATEXTI: Fjölskyldan; Ragnar Axelsson og fjölskylda með heimilishundinum Gretti; Kristinn Jón Einarsson, Tinna Dögg Ragnarsdóttir, Darri Ragnarsson, Ragnar Axelsson, Björk Hreiðarsdóttir, Embla Eir Kristinsdóttir og Jón Snær Ragnarsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar