Frá Egilsstöðum

Steinunn Ásmundsdóttir

Frá Egilsstöðum

Kaupa Í körfu

Það var sannarlega kátt á hjalla þegar kveikt var á hæsta jólatré landsins utan við verslun KHB á Egilsstöðum um helgina. Börnin stór og smá horfðu á glaðhlakkalega jólasveina ærslast uppi á þaki kaupfélagsins og mátti slökkviliðið sækja sveinana upp á nýjum körfubíl sem dregur hálfa leið til himna. Auk jólakattarins var þarna annar ferfætlingur, stórmyndarlegur St. Bernharðshundur sem horfði hugfanginn með lítilli vinkonu sinni á björt ljós jólatrésins en gaf lítið fyrir ærsl og frekjugang í jólakettinum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar