Kolfinna Sigurvinsdóttir
Kaupa Í körfu
Þjóðbúningar Kolfinnu Sigurvinsdóttur skipta tugum og eru eftirsóttir til láns þegar mikið liggur við Koffur, stokkar, baldýringar og millur - þrátt fyrir framandleikann í þessum orðum er líklega fátt eitt íslenskara en hlutirnir sem þau standa fyrir. Þarna eru á ferðinni óaðskiljanlegir fylgifiskar íslenska þjóðbúningsins, eða -búninganna öllu heldur, því búningarnir eru fleiri en einn og fleiri en tveir enda ætlaðir fyrir mismunandi tækifæri auk þess sem þeir eru hannaðir á mismunandi tímabilum. Kolfinna Sigurvinsdóttir veit allt um þetta og meira til. Í áratugi hefur hún og maður hennar, Sverrir M. Sverrisson, haft ólæknandi áhuga á íslenskum þjóðbúningum og því sem þeim tilheyrir. Þessu ber glæsilegt þjóðbúningasafnið vitni sem inniheldur fjölmarga 19. aldar búninga, barnabúninga, faldbúninga, kyrtla, skautbúning, 20. aldar búning, peysuföt og tvo herrabúninga, svo eitthvað sé nefnt. Þar fyrir utan er allt búningasilfrið: millur, hólkar, stokkabelti, doppur, spangir, nælur, ermahnappar, koffur og fleira skart sem tilheyrir en gripirnir skipta hundruðum og eru verðmætir eftir því.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir