Brynhildur, Tryggvi og Þorlákur

Jim Smart

Brynhildur, Tryggvi og Þorlákur

Kaupa Í körfu

Norræna ráðherranefndin hefur boðað til samkeppni um námsefni í neytendafræðslu og nemur verðlaunaféð 100 þúsund dönskum krónum eða rúmri milljón íslenskra króna. Nefndin hefur auglýst eftir tillögum að námsefni til kennslu í neytendafræðslu í grunn- eða framhaldsskólum, og á námsefnið að henta til kennslu á öllum Norðurlöndunum. Námsefnið á að samsvara að lágmarki um 30 kennslustundum og þarf kennsluáætlun að fylgja með tillögunni. Allir Norðurlandabúar geta tekið þátt í samkeppninni, hvort sem um einstaklinga, hópa, stofnanir, samtök o.s.frv. er að ræða. MYNDATEXTI: Brynhildur Briem, Tryggvi Axelsson og Þorlákur H. Helgason.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar