Safnað fyrir blóðflokkateljara

Hrefna Magnúsdóttir

Safnað fyrir blóðflokkateljara

Kaupa Í körfu

Átta kvennafélög í Snæfellsbæ stóðu saman að því nú um helgina að safna peningum til að kaupa sjálfvirkan blóðflokkateljara fyrir Heilsugæslustöðina í Snæfellsbæ. Konurnar héldu jólabasar í Félagsheimilinu Röst á Hellissandi á laugardaginn og í tengslum við basarinn voru þær með veitingasölu þar sem boðið var upp á súkkulaði og kaffi með veglegu jólabakkelsi, smákökum, vöfflum o.fl. Allt var þetta myndarlegt og söfnunarátakið tókst vel.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar