Ingunn Helgadóttir

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ingunn Helgadóttir

Kaupa Í körfu

Hún getur hvergi hugsað sér að vera annars staðar en í faðmi vina og fjölskyldu um jólahátíðina enda ríkir á þessum árstíma gósentíð hjá matgæðingnum Ingunni Helgadóttur sem býður upp á andabringur í aðalrétt og súkkulaðimola í eftirrétt. INGUNN eða Systa, eins og hún er oftast kölluð, segist vera mikil áhugamanneskja um mat og matargerð. Það kemur því ekki á óvart að á jólum er gósentíð hjá Systu, sem, auk matartilbúningsins, á sér það áhugamál að vilja rækta fjölskyldu- og vinabönd af kappi. "Þessi tvö áhugamál sameinast vel enda er vinahópurinn sérlega duglegur við að koma saman og elda. Ég er svakalegur sælkeri og nýt þess að borða góðan og vel framreiddan mat." MYNDATEXTI: Ingunn Helgadóttir vill hafa nóg af kertaljósum í kringum sig á jólum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar