múm

Jim Smart

múm

Kaupa Í körfu

Tónleikar Slowblow og múm í Bæjarbíói, Hafnarfirði, sunnudaginn 29. ágúst 2004. MÉR leið líkt og ég væri staddur í atriði úr Mary Poppins þegar ég skyggndist upp á sviðið í hinu litla en mjög svo notalega Bæjarbíói, fullkomnum stað fyrir tónleikana sem framundan voru. Það var viktoríanskur bragur yfir því. Koffort, gamlir grammófónspilarar og forláta lampar prýddu það jafnframt sem glitti í síðhærðar skuggaverur í blúndukjólum, skáskjótandi sér á milli þess aragrúa hljóðfæra sem þar stóð; fiðlur, lúðrar, orgel, trommur og bjöllur. Eins og með áðurnefnda kvikmynd átti kvöldstundin eftir að verða töfrum slegin. MYNDATEXTI: Kristín Valtýsdóttir, múm.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar