Jólaföndur í Hafnarfirði

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Jólaföndur í Hafnarfirði

Kaupa Í körfu

Þegar dagatalið segir að kominn sé nóvembermánuður fara mæðgurnar að viða að sér alls konar efni í fínu jólakortin, sem þær útbúa saman fyrir flest jól. Þemað í kortunum er auðvitað mismunandi frá ári til árs, en hlutverk heimilisföðurins við kortagerðina felst í því að semja vísur, sem fá að fylgja kortunum til vina og kunningja. Ein vísa er samin fyrir hver jól og er þá efnið að venju sótt í jólahátíðina sjálfa. Þessi skemmtilega hefð verður líklega ekki lögð á hilluna í bili því viðtakendur kortana eru nú farnir að gera ráð fyrir að vísa fylgi jólakveðjum fjölskyldunnar. "Við sendum um það bil áttatíu kort fyrir jólin svo að það fara nokkur kvöld í þetta föndur okkar, en staðreyndin er sú að okkur finnst afskaplega skemmtilegt og jólalegt að nostra svona við þetta saman," sagði Sólrún Indriðadóttir í samtali við blaðamann Daglegs lífs sem kíkti inn hjá fjölskyldunni í vikunni þegar kortagerðin stóð sem hæst. Húsbóndinn Jón Sigmar Jónsson var búinn að semja prýðisvísu fyrir komandi jól, en hún var hreint ekki til sýnis fyrir hvern sem var. MYNDATEXTI: Servíettuhringir úr grænlenskum perlusaum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar